Áminning til notenda sem hafa ekki lokið námskeiði
Hægt er að senda sjálfvirka tilkynningu með tölvupósti á alla notendur sem hafa ekki lokið ákveðnu námskeiði sem þeir eru skráðir í. Það er gert í bakendanum, en smella þarf á “Learning management” og svo “Notifications”. Þar þarf að velja “Add new notification” efst í hægra horninu.
Velja þarf titil á tilkynninguna, en það verður sömuleiðis titill (“subject”) tölvupóstsins. Semja þarf textann sem á að birtast í tölvupóstinum, en hægt er að nota svokallaða “shortcodes”, eða kóða, til þess að birta nafn þess notanda sem fær tölvupóstinn, sem og nafn námskeiðsins sem um ræðir. Ef skrollað er neðst á þessari síðu má sjá upplýsingar um þá kóða sem hægt er að nota, undir “Available Shortcodes”:
Fyrir neðan textaboxið sem inniheldur texta tölvupóstsins eru stillingar fyrir tilkynninguna, “Notification Settings”. Í “Email trigger” listanum þarf að velja neðsta valkostinn: “Avia – Reminder at X days interval for X many times of they haven’t started the course”. Því næst er hægt að velja eitt eða fleiri námskeið sem senda á tilkynningu vegna.
Undir “Recipients” er hægt að velja hvort notendur með ákveðið hlutverk fái tölvupóstinn eða ekki. Til dæmis er hægt að haka bara í “User” og sleppa því að haka í “Group Leader”, sem þýðir að þeir sem hafa hlutverkið “Hóstjóri” í kerfinu munu ekki fá þessa tilkynningu í tölvupósti, heldur einungis venjulegir notendur.
Því næst er hægt að velja á hversu margra daga fresti tilkynningin er send út, undir “Days of Interval”, og sömuleiðis er hægt að velja hversu oft þessi tilkynning er send út, undir “How many times”. Svo þarf að skrolla efst á síðuna og smella á bláa “Birta á vef” takkann.
Í þessu dæmi verður þessi tilkynning send með tölvupósti þrisvar sinnum, á sjö daga fresti. Þá munu einungis þeir notendur sem skráðir eru í námskeiðin “Almannatengsl, samskipti við fjölmiðla og krísustjórnun” og “Auglýsingakerfi Facebook og Instagram” fá tilkynninguna, ef þeir hafa ekki lokið námskeiðunum.
Svör