View Categories

Skrá námskeið á hóp

< 1 min read

Til þess að skrá alla meðlimi hóps á námskeið er farið í “bakendann” og þar undir “Learning management” er valið “hópar” þar er smellt á nafn hópsins, eða velja “Breyta”. Svo þarf að smella á “Námskeið” flipann og þar er hægt að velja nafn námskeiðs í glugganum vinstra megin og smella svo á örina sem vísar til hægri til þess að flytja námskeiðið yfir í gluggann hægra megin og smella svo á “Save”. Þannig skrást allir meðlimir hópsins á námskeiðið sem var valið. Hægt er að velja fleiri en eitt námskeið og flytja þau öll yfir í gluggann hægra megin til þess að skrá meðlimi á mörg námskeið í einu.

Á þessari mynd sést að námskeiðið “Árangursrík teymisvinna” hefur verið fært yfir í gluggan hægra megin á skjánum. Það þýðir að allir meðlimir í hópnum “Fræðsluráðgjöf” eru nú skráðir á það námskeið.

Powered by BetterDocs

Svör

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *