Þeir sem hafa hlutverk kerfisstjóra geta valið að skoða kerfið sem einhver annar notandi. Þetta er gott að nota í þeim tilfellum þar sem athuga þarf hvernig kerfið lítur út fyrir notendum með önnur hlutverk en kerfisstjóri, til dæmis til að athuga hvort almennir notendur geti séð ákveðnar síður eða efni.
Fara þarf inn á bakenda kerfisins og velja “Notendur” í valmyndinni vinstra megin, þar birtist listi yfir alla notendur kerfisins. Ef músin er færð yfir nafn einhvers notanda birtast valmöguleikar fyrir neðan nafn hans, einn þeirra er “Skoða sem þessi”. Ef það er valið þá flyst þú í framenda kerfisins, inn á síðu notandands, og sérð kerfið eins og það lítur út ef að viðkomandi notandi er skráður inn.
Hægt er að flakka um allt kerfið og skoða það eins og venjulega. Þegar þú vilt hætta að skoða kerfið sem annar notandi þá þarftu að smella á nafn notandans í valmyndinni efst til hægri, og velja “Útskráning” í fellilistanum. Þú þarf svo að skrá þig aftur inn í kerfið með þínum aðgangsupplýsingum.
Hins vegar, ef að notandinn sem þú varst að skoða kerfið sem er einnig kerfisstjóri þá getur þú opnað bakendann aftur og smellt á takkann “Skiptu aftur í <Þitt nafn>”.
Svör