Hver notandi hefur sína eigin prófílsíðu. Þegar notandi skráir sig í námskeið, verður hópstjóri eða framkvæmir aðrar aðgerðir, eru þær upplýsingar vistaðar í notendaprófílnum hans
Til þess að skoða alla notendur er farið í „notendur > Allir notendur“
Grunnupplýsingar sýna: Notendanafn, nafn, tölvupóst, hlutverk, HR status, HR Job title, department, Kennitölu, síðasta innskráningardag og hvenær notandinn var stofnaður.
Auk grunnupplýsinga er hægt að sjá yfirlit yfir námskeiðs- og hópupplýsingar hjá notendum
Filtera eftir námskeiði eða hóp.
Þú getur síað notendur eftir því námskeiði sem þeir eru skráðir í og/eða hópnum sem þeir tilheyra.
- Smelltu á „Öll námskeið“ og/eða „Allir hópar“ valmyndina efst
- Veldu námskeið og/eða hóp
- Smelltu á „Filter“ hnappinn
- Eftir það munu aðeins þeir notendur sem eru skráðir í það námskeið (eða hóp) birtast.
Til að skoða prófíl notanda:
Smelltu á notendanafn notandans sem þú vilt skoða
Fyrstu upplýsingarnar sem þú sérð eru almennar upplýsingar um notandann. Skrunaðu niður til að sjá aðrar upplýsingar um notandann.
Notandi skráður í námskeið
Þessi hluti leyfir þér að sjá hvaða námskeið notandinn er skráður í. Þú getur einnig skráð notendur í námskeið eða fjarlægt þá úr námskeiðum sem þeir eru skráðir í.
Notandi skráður í hópa
Þessi hluti virkar á sama hátt og námskeiðaskráningin, en fyrir hópa.
- Vinstra megin: Þetta eru hópar sem þú hefur búið til, en notandinn er ekki skráður í.
- Hægri megin: Þetta eru hópar sem notandinn er þegar meðlimur í.
Notaðu örvarnar í miðjunni til að bæta við eða fjarlægja notandann úr hópi.
Námskeiðsframvinda
Þessi hluti listar öll námskeið sem notandinn er skráður í. Fyrir hvert námskeið eru eftirfarandi upplýsingar:
- Nafn námskeiðs (með tengli á námskeiðssíðuna)
- Námskeiðsstaða: Ekki byrjað, í gangi, lokið
- X af Y skrefum lokið
- Tengill til að breyta námskeiði (ef þú hefur viðeigandi heimildir)
- Tengill „Details“ til að sjá nánari upplýsingar um námskeiðsskref og skráningardagsetningu
Merkja kafla sem lokið/ólokið.
Ef þú þarft að breyta stöðu námskeiðs, efnisþáttar eða prófs fyrir notanda geturðu gert það úr prófílnum. Sem stjórnandi geturðu merkt hvaða námskeiðsskref er lokið eða ólokið með því að nota valkostina.
Prófupplýsingar
Fyrir neðan námskeiðsframvindu er hluti sem heitir „you have taken the following próf:“ þar geturð þú séð öll próf og einkunnir(statistic) þeirra prófa sem notandinn hefur tekið.

Svör