Kerfið býður upp á tvær mismunandi gerðir hópa
Námshópar eru aðeins aðgengilegir á bakendanum, þannig að einungis kerfisstjórar geta séð yfirlit yfir alla hópana. Námshóparnir eru notaðir til þess að hópa notendur saman, oft eftir deildum eða starfsheitum, og skrá alla meðlimi hópsins auðveldlega í einhver ákveðin námskeið. Einnig er vinsælt að hafa t.d. einn hóp fyrir alla starsfmenn vinnustaðarins, annan sem inniheldur bara stjórnendur og jafnvel annan sem inniheldur aðeins nýja starfsmenn. Þannig er hægt að skrá notendur á mismunandi námskeið eftir þörfum hvers vinnustaðar. Notendur geta verið meðlimir í mörgum mismunandi hópum.
Til þess að sjá alla námshópa í kerfinu þarf að fara á bakendann, smella á “Learning management” og svo “Hópar”.

Þá birtist listi af öllum þeim námshópum sem til eru í kerfinu. Til þess að búa til nýjan hóp er smellt á bláa “Bæta við nýjum” takkann efst í vinstra horninu

Ef að músin er færð yfir nafn hóps birtast valmöguleikar fyrir neðan nafnið. Þannig er hægt að velja “Breyta”, “Örbreyta”, “Henda”, eða “Skoða”.

Svör