Hægt er að fela eða sýna yfirlit yfir alla kafla námskeiðsins, sem birtist vinstra megin á síðunni meðan notandi fer í gegnum efni námskeiðsins. Þetta er hægt að stilla fyrir hvern og einn kafla.
Til þess að breyta stillingunum þarf að opna bakenda kerfisins, smella á “Learning management” og svo annað hvort “Námskeið” eða “Kaflar”.
Ef valið er að smella á “Námskeið” birtist listi yfir öll námskeið í kerfinu og smella þarf á “Breyta” fyrir neðan nafn námskeiðsins.
Því næst þarf að smella á “Smíða námskeið”, en þá birtist lista af öllum köflum þessa námskeiðs. Smella þarf á “Edit” við heitið á kaflanum sem breyta á stillingunum á.
Þá opnast ný síða þar sem velja þarf “Stillingar” flipann. Hér er hægt að breyta “Hide Course Player” stillingunum. Ef efnisyfirlit námskeiðsins á að vera sýnilegt meðan að notandi skoðar þennan kafla þá þarf að passa að ekki sé kveikt á “Hide Course Player” stillingunum. Ef að einhverjum stillingum er breytt þarf að muna að smella á bláa “Save” takkann efst í hægra horni til þess að vista breytingarnar.
Það er einnig hægt að komast í þessar stillingar með því að smella beint á “Kaflar” í “Learning Management”. Þá birtist listi yfir alla kafla í öllum námskeiðum sem til eru í kerfinu. Þar er hægt að velja strax kaflann sem á að breyta stillingunum á, velja “Breyta” og opna svo “Stillingar” flipann.
Svör