Hægt er að bæta við notanda í kerfið í gegnum “bakenda”

Undir “stjórnborð” er valið “notendur” og svo “Bæta við nýjum notanda”

Hérna má sjá þá dálka sem þarf að fylla inn í svo hægt sé að bæta notandanum við, en gott er að fylla inn alla reiti svo réttar upplýsingar séu til um starfsmanninn, hann fari inn í rétta námshópa og að rafræn skilríki virki (ef sú innskráningarleið á við). Nauðsynlegt er að skrá kennitölu notanda án bandstriks í “HR SSN” reitinn til þess að hann geti notað rafræn skilríki til að skrá sig inn í kerfið

Ef notandinn á ekki að fá tilkynningu um að hann hafi verið skráður í kerfið þá er hakið tekið úr “senda notandatilkynningar” svo er ýtt á “bæta við nýjum notanda” og þá er hann komin inn í kerfið og getur skráð sig inn.
Svör