Til þess að búa til námskeiðsflokk er farið í „bakendann“

Undir „learning management“ er farið í „námskeið“ þar inni er ýtt á „aðgerðir“ og valið „námskeiðsflokkar“

Eftir að smellt er á “Námskeiðsflokkar” opnast ný síða, hægra megin á henni er listi yfir þá námskeiðsflokka sem eru nú þegar til í kerfinu, en vinstra megin er hægt að fyllt inn upplýsingar um nýja flokkinn sem þú vilt búa til.

Hérna þarf að setja inn „nafn“ á námskeiðflokk. Einnig þarf að velja “stuttslóð” sem er þá yfirleitt bara nafn námskeiðsflokksins í lágstöfum, án séríslenskra bókstafa. Gott er að nota bandstrik til að aðskilja orð, í stað bils. Hægt er að bæta við mynd með því að ýta á „add image“ ef ekki á að setja inn mynd(icon) þá er ýtt á „bæta við nýjum námskeiðsflokki“ og þá hefur hann stofnast.

Ef setja á mynd(icon) á námskeiðsflokkin þá er valið „add image“ þar er hægt að velja úr þeim myndum sem eru til í myndasafni eða hlaða inn nýrri mynd.
Við mælum með að myndin sé einföld og án texta, vegna þess að heiti námskeiðsflokksins mun birtast fyrir neðan myndina. Hér er dæmi um námskeiðsflokk frá Akademias, þar sem að myndin er hvítt tákn á rauðum bakgrunni, og heiti flokksins birtist fyrir neðan.

Hérna sjáið þið munin þegar mynd er notuð en ekki icon

Haka þarf í mynd(icon) sem á að nýta og ýta á „select“ og næst er ýtt á „bæta við nýjum námskeiðsflokki og þá hefur hann stofnast með mynd(icon). Námskeiðflokkar birtast ekki nema búið sé að setja námskeið inn í flokkinn.

Ekki er nauðsynlegt að velja “Parent Category” eða setja inn lýsingu, nema þið viljið. Smellið svo á “Bæta við nýjum námskeiðsflokki” takkann og nýi flokkurinn mun þá birtast í listanum hægra megin á síðunni.
Ekki er nauðsynlegt að velja “Parent Category” eða setja inn lýsingu, nema þið viljið. Smellið svo á “Bæta við nýjum námskeiðsflokki” takkann og nýi flokkurinn mun þá birtast í listanum hægra megin á síðunni.
Svör