Veldu Learning Management úr vinstri valmyndinni og farðu í Námskeið.
Veldu síðan Add New námskeið úr efri valmyndinni.
Á námskeiðssíðunni byrjar þú á að gefa námskeiðinu nafn. Undir nafninu getur þú bætt við lýsingu á námskeiðinu eins og t.d. upplýsingar um kennara, tilgang námskeiðsins og lengd þess.
Veldu Settings hnappinn efst til hægri. Þetta opnar viðbótarstillingar fyrir námskeiðið. Hér getur þú bætt við ýmsum stillingum eins og bætt við tilbúnum köflum, sett námskeiðið í flokk o.m.fl.
Þegar allar upplýsingar hafa verið settar inn getur þú annað hvort vistað það sem drög eða birt námskeiðið. Einnig getur þú skoðað námskeiðið áður en þú birtir það með því að smella á Skoða námskeið

hnappinn sem er við hliðina á Save hnappnum.
Því næst er ýtt á save og þá er námskeiðið orðið til. Þá er hægt að hefjast handa við að setja inn efni og kafla námskeiðs.
Bæta við kafla.
Til að bæta við köflum í námskeið, farðu í Smiður á efri valmyndinni.
Hér getur þú bætt við köflum með því að smella á Nýr kafli.
Settu inn nafnið á kaflanum, ýttu svo á Bæta við kafla og svo ýtir þú á Save.
Næst ferðu með músina yfir kaflaheitið og ýtir á Edit, þá opnast nýr gluggi þar sem þú setur efni inn í kaflann.
Ýtt er á plúsinn + og valið það sniðmát sem kaflinn inniheldur.
Næst er að smella á Save hnappinn og þá er kaflinn tilbúinn inni í námskeiðinu.
Svör