Hægt er að skrá tímabil fyrir skyldunámskeið sem hefur verið skráð á notendur og er þá námskeiðið opið þar til tímabilið hefst en á meðan á tímabili stendur er námskeiðið skylda.
Byrjað er að fara í “Bakendann” þar er valið “Learning management” og svo “Námskeið”. Undir námskeiðsheitinu á því námskeiði sem á að tímasetja er valið “Breyta”
Þar er farið í “Stillingar” og undir “Access settings” er sett inn í “Upphafsdagur” hvenær námskeiðið á að verða að skyldunámskeiði og í “Lokadagur” er sett hvenær námskeiðið á ekki að vera skyldunámskeið lengur. Svo er ýtt á “Save”

Námskeiðið mun birtast undir “Mín námskeið” um leið og það er búið að skrá námskeiðið á notandann.
Hérna sést hvernig notandinn sér námskeiðið yfir skyldutímabilið.

Hérna sést hvernig notandinn sér námskeið áður en skyldutímabil byrjar og eftir að því lýkur.

Einnig er hægt að setja lokadagsetningu aðeins á hluta af notendum sem búið er að skrá námskeið á, í stað þess að setja það á alla og er það gert undir “Extend Access”. Þar eru þeir notendur sem eiga að hafa lokadagsetningu færðir yfir í dálkinn “Search Users Who Will Be Affected” svo er “New Expiration Date” fyllt inn og svo er ýtt á “save”

Svör