Hér þarf að byrja á að fara yfir í „stjórnborð”.

Þar er valið „námskeið“ og svo „+ Nýtt námskeið“.

Setja þarf inn „heiti námskeiðs“ og svo er farið í næsta skref, „lýsing námskeiðs“ er það fyrsta sem notandinn sér þegar hann opnar námskeiðið. Ekki þarf að breyta slóð námskeiðs. Í næsta skrefi er hægt að setja inn myndir. Svo er valið hvort að námskeið sé opið fyrir alla eða lokað, svo er ýtt á „Búa til námskeið“.


Næsta er að opna námskeiðið og fara í „smiður“ og velja „nýr kafli“ þá opnast nýr gluggi og þar er námsefnið sett inn. Byrja þarf að setja inn „námsefni“ og „Nafn á kafla“ svo er valið „bæta við skrá”.


Þar er farið í „upload files“ dregin skrá inn í dálkinn eða ýtt á „veldu skrár“ og þá hleðst inn skrá úr möppu.

Þegar skráin hefur verið hlaðin inn þá er ýtt á „setja inn í færslu”.

Núna á efni Kafla 1 að vera komið inn, er þá ýtt á „vista“.

Þá er Kaflinn tilbúinn og ef ekki á að setja inn fleiri kafla þá er ýtt á „vista“.

Hérna sést námskeiðið tilbúið fyrir notandann.

Svör