Þeir sem hafa hlutverk kerfisstjóra geta valið að skoða ítarlegar upplýsingar um námsframvindu notenda, og breyta henni ef þess þarf. Það getur komið fyrir að notandi komist ekki áfram í gegnum námskeið, t.d. að takkinn til þess að komast yfir í næsta kafla sé ekki sýnilegur eða virkjast ekki. Í langflestum tilfellum er það vegna þess að notandi hefur ekki klárað allt efni kaflans, t.d. hefur ekki klárað að horfa á myndband alveg til enda. Ef notandi hefur samband við kerfisstjóra í svona tilfellum getur hann farið inn á bakenda kerfisins og merkt kaflann sem “lokið”.
Fara þarf inn á bakenda kerfisins og velja “Notendur” í valmyndinni vinstra megin, þar birtist listi yfir alla notendur kerfisins.
Smella þarf á nafn notandans til þess að fá upp síðu með ítarlegum upplýsingum um hann. Neðarlega á þeirri síðu er listi af þeim námskeiðum sem hann hefur verið skráður í. Finna þarf námskeiðið í þessum lista og smella á “details”. Þá birtist listi yfir alla kafla viðkomandi námskeiðs, þar búið er að merkja þá kafla sem er lokið. Þarna er hægt að haka í fleiri kafla og smella svo á takkann “Uppfæra notandastillingar” til þess að uppfæra námsframvindu notandans.
Svör